spot_img
Wednesday, December 11, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexander Gustafsson enn og aftur meiddur

Alexander Gustafsson enn og aftur meiddur

Alexander Gustafsson átti að keppa á UFC 227 fyrr í mánuðinum. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla og eru meiðslin verri en í fyrstu var talið.

Alexander Gustafsson átti að mæta Volkan Oezdemir á UFC 227. Oezdemir þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla og var Anthony Smith nefndur sem líklegur staðgengill Oezdemir. Um leið og Smith kom til sögunnar var Gustafsson sjálfur meiddur. Bardagaaðdáendur töldu að Gustafsson væri að forðast bardaga gegn Anthony Smith en nú hefur komið í ljós að meiðsli Gustafsson voru verri en í fyrstu var talið.

Dana White, forseti UFC, greindi frá meiðslum Gustafsson í UFC Unfiltered hlaðvarpinu fyrr í vikunni. „Þetta voru ekki minniháttar meiðsli. Þetta voru alvarleg meiðsli aftan á læri. Hann þarf ekki að fara í aðgerð og fer bara í sjúkraþjálfun en við vonumst eftir því að hann snúi til baka fyrir lok árs,“ sagði Dana.

Gustafsson hefur verið meiðslagjarn á ferlinum en hann hefur ekki barist síðan í maí 2017. Gustafsson er orðinn langþreyttur á meiðslunum en vonandi getur hann barist á þessu ári. Gustafsson hefur fimm sinnum þurft að hætta við bardaga í UFC vegna meiðsla.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular