Thursday, March 28, 2024
HomeErlentAmanda Nunes ætlar að hætta eftir tvo til þrjá bardaga

Amanda Nunes ætlar að hætta eftir tvo til þrjá bardaga

Bantamvigtarmeistari kvenna, Amanda Nunes, ætlar að hætta eftir tvo til þrjá bardaga. Þetta sagði hún í viðtali við SportsCenter á dögunum.

Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey á UFC 207 í fyrra en það var hennar fyrsta titilvörn í UFC. Hún var á dögunum á smá fjölmiðlatúr þar sem hún mætti í viðtöl á ESPN og Fox Sports svo fátt eitt sé nefnt.

Í einu viðtalanna við SportsCenter talaði hún um að henni langi að hætta fljótlega. „Ég veit ekki [hvenær ég mun hætta], kannski eftir tvo bardaga? Þrjá eða tvo bardaga í viðbót, mig langar í fjölskyldu,“ sagði Nunes.

Hin 28 ára Nunes langar þó að komast fyrst á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta konan sem vinnur belti í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Þær Germaine de Randamie og Holly Holm berjast um fjaðurvigtartitil kvenna í febrúar en það verður fyrsti bardaginn í nýstofnaðri fjaðurvigt kvenna í UFC. Nunes langar að næla sér í fjaðurvigtarbeltið líka.

Fyrst þarf hún eflaust að verja titil sinn í bantamvigtinni en hún mun sennilega mæta sigurvegaranum úr viðureign Julianna Pena og Valentinu Shevchenko sem fer fram á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular