0

Amanda Nunes meidd og berst ekki í desember

Amanda Nunes hefur dregið sig úr bardaganum gegn Megan Anderson í desember. Nunes er meidd og getur því ekki barist.

Amanda Nunes átti að mæta Megan Anderson í aðalbardaga kvöldsins á UFC 256 í desember. Nunes er meidd og þarf því að fresta bardaganum. Bardaginn verður væntanlega bókaður aftur snemma á næsta ári þar sem meiðslin eru ekki stórvægileg.

Megan Anderson óskaði Nunes góðs bata á Twitter í gær.

Nunes er bæði ríkjandi meistari í bantam- og fjaðurvigt kvenna. Bardaginn gegn Anderson átti að fara fram í fjaðurvigt rétt eins og hennar síðasti bardagi.

Bardaginn átti að vera aðalbardagi kvöldsins en UFC var þegar búið að bóka bardaga Petr Yan og Aljamain Sterling á kvöldið. Líklegast verður það aðalbardaginn þann 12. desember.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.