Saturday, April 20, 2024
HomeErlentAnderson Silva mætir Kelvin Gastelum á UFC 212

Anderson Silva mætir Kelvin Gastelum á UFC 212

Goðsögnin Anderson Silva mætir Kelvin Gastelum í millivigtarbardaga á UFC 212. Bardaginn fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu þann 3. júní næstkomandi.

Kelvin Gastelum hefur litið hrikalega vel út í síðustu tveimur bardögum sínum í millivigtinni eftir að hann færði sig upp um flokk eftir erfiðleika við niðurskurðinn í veltivigtina. Á þeim tíma hefur hann sigrað bæði Tim Kennedy og Vitor Belfort með tæknilegu rothöggi og því hafa vaknað spurningar um hvort að þetta sé ekki hans náttúrulegi þyngdarflokkur.

Gastelum óskaði eftir bardaga við Anderson Silva eftir sigurinn gegn Belfort um síðustu helgi, og sagðist vera á svokölluðum „legends ass-whooping tour“ sem gæti útlagst á hinu ástkæra ylhýra sem goðsagna slátrunartúrinn.

Það er nokkuð ljóst að Gastelum líður mjög vel í millivigtinni og það að sleppa við að skera niður í 170 pund gerir honum mjög gott. Hinsvegar er staðreyndin sú að ef hann sigrar Silva og ætlar að halda áfram í millivigtinni þá eru næstu menn eins og Chris Weidman, Luke Rockhold og Jacare Souza talsvert stærri en hann líkamlega. Gastelum hefur fínan hraða á móti og verður áhugavert að sjá hann áfram í flokknum.

UFC 212 verður haldið þann 3. júní í Brasilíu en aðalbardagi kvöldsins verður titilbardagi í fjaðurvigt á milli José Aldo og Max Holloway.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular