Aron Franz Kristjánsson þreytti frumraun sína sem atvinnumaður í MMA þegar hann mætti Ben Aris á Combat Night í St. Petersburg, Flórída. Aron sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu eftir að hafa lent gullfallegu snúnings hjólsparki í höfuðið í andstæðingnum.
Aron Franz, sem æfir og þjálfar í Mjölni, hefur mikið æft úti í Florida síðustu ár og hefur verið að æfa nýlega með mönnum eins og Phil Rowe sem hefur vakið athygli í UFC undanfarið. Hann keppti sinn síðasta bardaga á áhugamannastigi í mars fyrr á þessu ári og greindi frá því í viðtali við MMA Fréttir að hann ætlaði að keppa næst á atvinnumannastigi sem hann hefur nú gert og sigrað fyrsta bardagann á ógleymanlegan hátt.
Hér fyrir neðan má finna myndband af rothögginu: