spot_img
Saturday, July 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentAron Franz tekur skrefið í atvinnumennskuna á laugardaginn

Aron Franz tekur skrefið í atvinnumennskuna á laugardaginn

Mjölnismaðurinn Aron Franz Kristjánsson mun taka stóra skrefið í atvinnumennskuna í kvöld þegar hann berst á Combat Night MMA kvöldi í St. Petersburg, Flórída. Aron ákvað að fara í atvinnumennskuna eftir bardagann sinn á Goliath Fight Series í febrúar og er stóra stundin nú loksins runnin upp.

Aron Franz hefur átt mjög reynslumikinn áhugamannaferil og því erfitt að neita fyrir að nú sé tíminn til að leita í atvinnumennskuna. Tapology síða Arons segir að hann sé 2 – 5 sem áhugamaður en hann er vissulega gott betur en það og vantar allavegana tvo sigra inn á skrána. Aron sigraði síðast Talib Moad á Goliath Fight Series í Skotlandi en þann bardaga vantar t.d. skrána.

En flestum er kunnugt að Aron Franz er uppalinn Mjölnismaður sem heillaðist ungur af Gunnari Nelson og vildi feta í fótspor hans. Laugardagskvöldið verður því mjög þýðingarmikið fyrir Aron sem hefur lagt líkama og sál í sportið.

Um laugardagskvöldið mun Aron mæta Bandaríkjamanninum Ben “Bam Bam” Aris. Sá á einnig mjög langan og reynsluríkan áhugamannaferil að baki en hann er skráður 7 – 4 inn á tapology. Ben og Aron munu opna aðalhluta Combat Nigh MMA kvöldsins en það eru 12 bardagar skráðir þetta kvöld.

Ben Aris hefur margsinnis keppt fyrir Combat Night stofnunina í USA en hann varð síðast Combat Night Fjaðurvigtarmeistari eftir að hafa klárað andstæðinginn sinn, Bashmir Winston, með rothöggi. Hann var svo valinn áhugamaður ársins í kjölfarið og endaði þannig 2024 í góðum gír.

Laugardagurinn verður hrikalega spennandi og líklegt að Mjölnismenn og aðrir MMA aðdáendur heima muni sitja með hjartað í buxunum í von um að æskudraumur Arons fari vel af stað.

Streymi á bardagakvöldið kostar tæpa 25$ og er fáanlegt hér

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið