0

Bardagar að bætast við bardagakvöldið í London í mars – Verður Gunnar bókaður í London?

Næsta bardagakvöld UFC í Evrópu verður í London þann 17. mars. UFC hefur verið að bæta bardögum á bardagakvöldið undanfarnar vikur.

Bardagakvöldið er hægt og rólega að taka á sig mynd þó aðalbardagi kvöldsins hafi ekki enn verið tilkynntur. Fimm bardagar hafa nú þegar verið staðfestir af UFC og ef Gunnar Nelson verður á bardagakvöldinu ætti tilkynning þess efnis að koma á næstu vikum.

UFC heimsótti London í mars í fyrra en þar voru þeir Corey Anderson og Jimi Manuwa í aðalbardaga kvöldsins. Manuwa var nýlega bókaður gegn Jan Blachowicz en það verður ekki aðalbardagi kvöldsins sem stendur.

Þess má þó geta að þegar bardagi Anderson og Manuwa í fyrra var staðfestur átti sá bardagi ekki að vera aðalbardaginn upphaflega. Þegar áætlanir UFC um aðalbardaga kvöldsins gengu ekki eftir var bardagi Manuwa og Anderson gerður að aðalbardaga kvöldsins.

Vonir standa til að Gunnar Nelson verði á bardagakvöldinu og jafnvel Darren Till líka. Till er orðinn stórt nafn eftir sigurinn á Donald ‘Cowboy’ Cerrone í október og vill hann fá stóran bardaga bæst. Eins og þekkt er orðið óskaði Gunnar eftir bardaga við Till þegar sá síðarnefndi hélt því fram að enginn þorði að berjast við sig.

Hægt er að útiloka að Svíinn Alexander Gustafsson verði á bardagakvöldinu enda hefur hann nýlega hafið æfingar eftir aðgerð og segist ekki vera tilbúinn að berjast fyrr en í sumar. Þá standa vonir til að kveðjubardagi Michael Bisping verði aðalbardagi kvöldsins en í hlaðvarpi sínu hefur Bisping ýjað að því að hann muni segja þetta gott á þessum tímapunkti.

Joe Duffy gæti verið á bardagakvöldinu en hann er án bardaga eins og er og ekkert barist síðan í mars í fyrra. Þá má nefna bardagamenn eins og Joanne Calderwood, Brett Johns og Karolina Kowalkiewicz sem við gætum fengið að sjá í London. Sem stendur lítur bardagakvöldið svona út:

Veltivigt: Leon Edwards gegn Peter Sobotta
Þungavigt: Mark Godbeer gegn Dmitry Poberezhets
Léttþungavigt: Paul Craig gegn Magomed Ankalaev
Léttvigt: Alex Reyes gegn Nasrat Haqparast
Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Blachowicz

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.