Thursday, March 28, 2024
HomeErlentBardagar sem enginn er að tala um

Bardagar sem enginn er að tala um

Þann 9. júlí fer UFC 200 fram með flugeldasýningu. Þar verður samansafn af geðveiki sem hefur ekki sést síðan UFC 100 var og hét. Allir bardagarnir innihalda þekkt nöfn en hér eru nokkrir bardagar sem hafa eilítið gleymst í allri veislunni.

Það eru ekkert nema stór nöfn á UFC 200 (fyrir utan Enrique Marín sem er andstæðingur Sage Northcutt). Þegar bardagakvöld eins og UFC 200 eru haldin fölnar allt annað í samanburði. The Ultimate Fighter 23: Finale fer fram daginn fyrir UFC 200 en þar eru þrír bardagar sem hafa farið framhjá flestum. Þrátt fyrir lítið umtal eru þetta þó flottir bardagar.

UFC 125: Frankie Edgar vs Gray Maynard

Gray Maynard gegn Fernando Bruno: Bandaríkjamaðurinn Gray Maynard var tvisvar aðeins nokkrum höggum frá því að verða léttvigtarmeistari UFC. Maynard og Frankie Edgar tókust tvisvar á um léttvigtartitilin þar sem fyrri bardaginn endaði með jafntefli. Síðan þá hefur ekkert gengið hjá Maynard og er hann núna á fjögurra bardaga taphrynu. Í þremur af þeim töpum hefur hann verið rotaður. Fernando Bruno er einnig að koma af tapi í sínum fyrsta bardaga í UFC. Bruno er ekki þekktur en hann gæti sent Maynard beint á götuna eða í Bellator takist honum að sigra Maynard.

will-brooks

Ross Pearson gegn Will Brooks: Þetta er einn af bardögunum sem myndi vekja meira umtal ef ekki væri fyrir UFC 200. Will Brooks er að koma beint frá Bellator sem léttvigtarmeistari. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum sem hann síðar hefndi fyrir. Hann er einnig búin að sigra Michael Chandler tvisvar sem er núverandi léttvigtarmeistari Bellator. Ross Pearson er heldur ekkert lamb að leika sér við. Hann er gríðarlega tæknilegur standandi og er bardagamaður sem þú þarft að komast í gegnum ef þú vilt leika við þá bestu.

joanna-jedrzejczyk-vs-claudia-gadelha

Joanna Jedrzejczyk gegn Claudia Gadelha: Titilbardagi sem fær lítið umtal. Joanna er ein af þeim skemmtilegustu í UFC. Hún er sexfaldur heimsmeistari í Muay Thai og það hefur svo sannarlega verið áberandi í átthyrningnum. Hinn magnaði Ernesto Hoost þjálfaði hana í mörg ár og er hún ein af þeim hæfileikaríkustu standandi í UFC. Gadelha er gríðarlega fær bardagamaður einnig. Hún æfir með fyrrum meisturunum Jose Aldo og Renan Barao í Nova Uniao. Þær hafa keppt áður og sigraði Joanna þann bardaga eftir klofinn dómaraúrskurð en það var í fyrsta tap Gadelha. Bardaginn hefur allt til þess að verða flugeldasýning.

Bardagaveislan hefst annað kvöld og lýkur á laugardagskvöldinu með UFC 200.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular