Friday, April 19, 2024
HomeErlentBarist fyrir luktum dyrum í Brasilíu um helgina

Barist fyrir luktum dyrum í Brasilíu um helgina

Mynd: USA TODAY Sports

UFC bardagakvöldið í Brasilíu á laugardaginn verður í tómri höll. Áhorfendum verður ekki hleypt inn og verður því barist fyrir luktum dyrum.

UFC er með bardagakvöld í borginni Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, á laugardaginn. Yfirvöld settu á samkomubann í gær vegna kórónaveirunnar sem nær fram yfir helgi og fá því áhorfendur ekki að sjá bardagana í höllinni á laugardaginn.

Þá var fjölmiðladeginum fyrir bardagakvöldið aflýst og engin sjónvarpsvigtun fyrir áhorfendur fer fram.

Samkvæmt MMA Fighting mun bardagakvöldið á laugardaginn verða lokað fyrir áhorfendum en UFC hefur enn sem komið er ekkert tjáð sig um samkomubannið. Nokkur óvissa ríkir um framhaldið hjá UFC en NBA deildin hefur frestað öllum leikjum um ótilgreindan tíma og fleiri deildir fetað í sömu spor eins og NHL og NCAA háskóladeildin í körfubolta og glímu.

Samkvæmt Aaron Bronsteter verður bardagakvöld UFC í Portland fært til Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular