Haust-Bikarmótaröð HNÍ fór af stað um síðustu helgi. Mótið var haldið í húsakynnum WCBA í Kringlunni. MMA Fréttir streymdi mótinu í beinni útsendingu á keppnisdegi og mun það vera lenskan á komandi mótum. Hnefaleikaáhugafólk getur glaðst yfir því að fá beina útsendingu af mótum á Íslandi í framtíðinni.
Næsta mót verður haldið hjá Hnefaleikafélagi Hafnafjarðar í Dalhrauni 10 laugardaginn 21. september. Mótinu verður streymt á Youtube-síðu MMA Frétta en við hvetjum áhugafólk til að mæta á staðinn og taka þátt í stemningunni.
Upptöku af fyrstu umferðinni má finna hér: