0

Bjarki Ómarsson með bardaga í Finnlandi í september

Bjarki Ómarsson er kominn með bardaga í Finnlandi í september. Bjarki mætir heimamanninum Joel Arolainen.

Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir James Hendin í desember í fyrra. Bjarki snýr aftur í búrið eftir rúmar tvær vikur þegar hann berst á Cage 48 í Finnlandi.

Bardaginn fer fram þann 7. september í fjaðurvigt en Cage bardagasamtökin hafa verið lengi til og eru þetta ein stærstu bardagasamtök Norðurlanda. Andstæðingurinn að þessu sinni er Joel Arolainen en sá er 1-0 sem atvinnumaður.

Bjarki er staddur á Írlandi um þessar mundir þar sem hann æfir hjá SBG. Gunnar Nelson og fleiri íslenskir bardagamenn eru einnig að æfa hjá SBG þessa dagana og er því hálfgerð Íslendinga nýlenda þar.

Bardagakvöldið verður sýnt FITE.TV gegn greiðslu þann 7. september.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.