Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaBjarki Þór, Bjarki og Egill berjast á Shinobi War 8

Bjarki Þór, Bjarki og Egill berjast á Shinobi War 8

Þrír Íslendingar munu keppa í MMA á Shinobi War 8 bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Liverpool þann 30. júlí og mun Bjarki Þór berjast sinn fyrsta atvinnubardaga.

Mjölnismennirnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson koma allir úr Mjölni. Þremenningarnir hafa verið að undirbúa sig vel fyrir bardaga sinn undanfarnar vikur.

Bjarki Þór var Evrópumeistari áhugamanna í MMA í nóvember í fyrra og tekur nú skrefið í atvinnumennskuna. Hann mætir Adam Szczepaniak úr Sk Fight Club í léttvigt sem er einnig að berjast sinn fyrsta atvinnubardaga. Bjarki Þór var 7-1 sem áhugamaður og verður gaman að fylgjast með honum í sínum fyrsta atvinnubardaga.

Bjarki Ómarsson (6-4) mætir Rob Zabitis (5-1) í fjaðurvigt. Bjarki sigraði sinn síðasta bardaga í maí á aðeins 19 sekúndum eftir tvö glæsileg spörk. Sá bardagi fór einnig fram í Shinobi War bardagasamtökunum. Bardaginn er upp á fjaðurvigtartitil Shinobi.

Sama kvöld og Bjarki sigraði sinn síðasta bardaga átti Egill (4-1) að keppa. Sama dag og bardaginn átti að fara fram hætti andstæðingur hans við. Egill fór því í fýluferð til Liverpool og er eflaust ólmur í að fá bardaga núna. Hann mætir Will Jones (3-1) í millivigt og vonast eflaust eftir því að lenda ekki í svipuðu atviki.

Shinobi war 8

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular