Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaBjörn Þorleifur með tæknilegt rothögg snemma í 1. lotu

Björn Þorleifur með tæknilegt rothögg snemma í 1. lotu

Björn Þorleifur Þorleifsson var ekki lengi með andstæðing sinn á FightStar kvöldinu rétt í þessu. Björn kláraði bardagann með tæknilegu rothöggi snemma í 1. lotu.

Þetta var þriðji MMA bardagi Björns en á tímabili leit út fyrir að hann fengi ekki bardaga. Upprunalegi andstæðingur hans hætti við og virtist sem Björn hefði farið í fýluferð til London. Sem betur fer fannst andstæðingur í gær og kom Nazir Saddique inn seint í gærkvöldi.

Björn hefur mikla reynslu úr taekwondo og sást það strax. Björn byrjaði á snúningssparki í skrokk Saddique sem hann fann vel fyrir. Björn tók svo annað spark sem Saddique náði að grípa en hélt ekki fætinum lengi. Björn tók svo glæsilegt snúningsspark skömmu seinna. Fjórða sparkið var svo glæsilegt axarspark og féll Saddique niður fyrir vikið. Björn fylgdi sparkinu eftir með nokkrum höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann.

Frábær sigur hjá Birni en Björn ætlar að taka atvinnubardaga næst.

Framundan eru fjórir bardagar í viðbót hjá Íslendingunum og hvetjum við áhorfendur til að fylgjast með hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular