0

Cain Velasquez fær ekki að berjast á UFC 207

Keppnisleyfi Cain Velasquez hefur verið fellt niður og getur hann því ekki mætta Fabricio Werdum á föstudaginn á UFC 207.

Eftir að Cain greindi frá meiðslum sínum í viðtali við ESPN hefur íþróttasamband Nevada fylkis (Nevada Athletic Commission, NAC) bannað honum að keppa. Í viðtalinu viðurkenndi Cain að hann ætti erfitt með að standa uppréttur í meira en 10 mínútur og hefur notað Cannabidiol (CBD). CBD finnst í kannabis plöntunni og notar Cain munnsprey við sársaukanum.

Cain fór í læknisskoðun og mat NAC sem svo að hann væri ófær um að berjast vegna meiðslanna. „Byggt á viðtölum við Hr. Velasquez, læknisskýrslum, úrskurði stjórnar og lækna höfum við ákveðið að Hr. Velasquez sé ófær um að berjast,“ sagði Bob Bennett, stjórnarformaður NAC, við Ariel Helwani á dögunum.

Cain fær því ekki leyfi til að berjast en hann fer í aðgerð þann 4. janúar til að bót meina sinna.

Cain Velasquez ítrekaði þó margoft eftir viðtalið að hann væri í lagi og væri fullfær um að berjast. Hann birti mörg myndbönd af sér á samfélagsmiðlum að æfa og langar að berjast. „Það er í góðu lagi með mig. Ég fæ kortísón sprautu. Ég verð 100%, ekkert vandamál. Ég var að taka tveggja tíma æfingar núna standandi. Mér líður vel,“ sagði Cain fyrr í vikunni áður en honum var bannað að keppa.

Það var þó ekki nóg fyrir NAC og tekur sambandið fram fyrir hendur bardagamanna þegar þau telja að hættan sé augljós. Cain hafði þó ekki hugmynd um að hann myndi ekki fá að keppa og frétti fyrst af því í fjölmiðlum.

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Cain Velasquez og bardagaaðdáendur enda ríkti mikil spenna fyrir bardaganum. Sigurvegarinn hefði að öllum líkindum fengið næsta titilbardaga gegn Stipe Miocic.

UFC 207 fer fram þann 30. desember í Las Vegas þar sem Amanda Nunes mætir Rondu Rousey í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.