0

Chad Mendes fær tveggja ára bann eftir fall á lyfjaprófi

chad mendesEnn á ný erum við að fá fréttir af lyfjamisferlum bardagamanna. Í dag var fjaðurvigtarmaðurinn Chad Mendes dæmdur í tveggja ára bann af USADA.

USADA, sem sér um öll lyfjamál UFC, tók Chad Mendes í óvænt lyfjapróf utan keppnis þann 17. maí. Mendes féll á lyfjaprófinu en í sýninu sem USADA tók fannst vaxtarhormónið GHRP-6.

Hormónið eykur framleiðslu líkamans á vaxtarhormónum og hjálpar við fitutap. Í sumum tilvikum er það einnig talið hjálpa við vöðvastækkun samkvæmt Think Steroids vefsíðunni. Þá eykur hormónið matarlyst og minnkar bólgur sem hjálpar íþróttamönnum að jafna sig á meiðslum.

Hinn 31 árs Mendes var ekki með áætlaðan bardaga þegar lyfjaprófið fór fram. USADA leit óvænt við hjá honum og hafa þeir hugsanlega fengið ábendingu um að Mendes hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu.

Mendes fær því tveggja ára bann og getur ekki barist aftur fyrr en 10. júní 2018. Niðurstöður lyfjaprófsins komu fyrst í ljós þann 10. júní síðastliðinn og því nær tveggja ára bannið frá 10. júní.

Chad Mendes hefur lengi verið meðal bestu fjaðurvigtarmanna heims og er í 4. sæti styrkleikalistans í UFC. Mendes mun væntanlega detta af styrkleikalistanum núna. Mendes hefur ekki tjáð sig um bannið.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.