0

Chad Mendes kennir húðkremi um fall á lyfjaprófi

chad mendesEkki er öll vitleysan eins. Nú hefur innanbúðarmaður hjá Chad Mendes kennt húðkremi um vaxtarhormónið sem fannst í lyfjaprófi hans.

Chad Mendes var í vikunni dæmdur í tveggja ára bann eftir að hafa fallið á óvæntu lyfjaprófi. Í lyfjaprófinu fannst vaxtarhormónið GHRP-6.

Hormónið eykur framleiðslu líkamans á vaxtarhormónum og hjálpar við fitutap. Í sumum tilvikum er það einnig talið hjálpa við vöðvastækkun samkvæmt Think Steroids vefsíðunni. Þá eykur hormónið matarlyst og minnkar bólgur sem hjálpar íþróttamönnum að jafna sig á meiðslum.

Heimildarmaðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið, telur að Mendes hafi ekki vísvitandi tekið hormónið inn. Hann segir að hormónið hafi leynst í kremi sem Mendes notar til að sporna gegn húðgalla. Þetta sagði heimildarmaður sem er náinn Mendes við Bloody Elbow.

Mendes sjálfur hefur lítið tjáð sig um lyfjaprófið fyrir utan þessa færslu á Twitter:

Svona sögum skal taka með fyrirvara en sé þetta satt er þetta ein óvæntasta afsökun sem við höfum heyrt hingað til.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.