Friday, April 19, 2024
HomeErlentCody Garbrandt tæpur fyrir bardagann gegn T.J. Dillashaw

Cody Garbrandt tæpur fyrir bardagann gegn T.J. Dillashaw

Bantamvigtarmeistarinn Cody Garbrandt er tæpur fyrir sína fyrstu titilvörn gegn T.J. Dillashaw í sumar. Garbrandt þarf að hitta sérfræðing í Þýskalandi og gæti þurft að draga sig úr bardaganum.

Þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw eiga að mætast í aðalbardaganum á UFC 213 þann 8. júlí. Hvorugur var þó viðstaddur blaðamannafundinn á föstudaginn þar sem stærstu bardagar sumarsins voru kynntir.

Garbrandt á við bakmeiðsli að stríða og er á leið til Þýskalands í meðferð. „Flýg til Þýskalands á morgun fyrir mína aðra bakmeðferð á þremur mánuðum. Hvíldu þig vel T.J. Dillashaw, þinn tími kemur,“ sagði Garbrandt á Twitter en hann eyddi færslunni síðar.

„Ég reif eitthvað í bakinu fyrir tveimur mánuðum síðan og fór í stofnfrumumeðferð sem virkaði ekki eins og mér var sagt. Fer nú til Þýskalands í aðra meðferð,“ sagði Garbrandt enn fremur.

Ariel Helwani staðfesti að bardaginn væri í hættu:

Dillashaw hefur reynt að fá bardaga gegn Demetrious Johnson í staðinn um fluguvigtartitilinn. Johnson virtist þó vera lítið spenntur fyrir því þar sem Dillashaw er ekki meistari.

Eins og staðan er núna er bardaginn ennþá á dagskrá en það gæti breyst ef meðferðin heppnast ekki.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular