0

Conor fær nýjan 5 milljón dollara samning við Reebok

Conor McGregor hefur skrifað undir nýjan samning við Reebok. Samkvæmt heimildum ESPN er samningurinn að andvirði 5 milljónir dollara.

UFC er með samning við Reebok og verða allir bardagamenn UFC að klæðast fatnaði Reebok í búrinu. Nokkrir íþróttamenn eru þó með sér samninga við Reebok þar sem þeir fá betri kjör og þar á meðal er Conor McGregor.

Gamli Reebok samningurinn hans rann út í fyrra og var hann ekki klæddur Reebok er hann boxaði við Floyd Mayweather. Núna hefur hann skrifað undir nýjan samning við Reebok.

Samkvæmt ESPN er nokkurra ára samningurinn að andvirði 5 milljónir dollara og jafnvel meira. Í gær skrifaði hann svo undir nýjan samning við Monster Energy orkudrykkinn að andvirði milljón dollara.

Allir bardagamenn UFC frá greitt fyrir að klæðast Reebok í búrinu þó greiðslurnar séu að mati bardagamanna ekki nógu háar. Eftir 28 bardagakvöld á þessu ári hefur Reebok greitt bardagamönnum UFC um það bil 5 milljónir dollara samanlagt á þessu ári.

Conor sagði á blaðamannafundinum í gær að ef bardagakvöldið gengur vel í Pay Per View sölu (2-3 milljón Pay Per View sölur) fær hann 50 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Khabib.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.