0

Conor fær sjöfalt betur borgað en Donald Cerrone

UFC 246 fer fram í kvöld þar sem Conor McGregor mætir Donald Cerrone. Samkvæmt uppgefnum launum beggja fær Conor sjöfalt meira borgað en Cerrone.

Bardagarnir fara fram í Las Vegas og gefur íþróttasambandið í Nevada fylki (NAC) upp laun bardagamanna. Samkvæmt NAC fær Conor 3 milljónir dollara (373 milljónir íslenskra króna) fyrir bardagann.

Donald Cerrone fær 200.000 dollara (um 25 milljónir ISK) fyrir að mæta og aðra 200.000 dollara ef honum tekst að vinna. Inn í þessum tölum er ekki Pay Per View bónusinn en þar fá bardagamenn mestan peninginn.

Conor sagði fyrr í vikunni að hann reikni með að fá 80 milljónir dollara (9,9 milljarðar ISK) fyrir bardagann. Þar gæti hann verið að reikna inn í tekjur frá UFC, Reebok, Proper 12 viskínu sínu og öðrum fyrirtækjum sem eru á hans snærum.

Önnur laun bardagamanna fyrir kvöldið má sjá hér að neðan.

Holly Holm: $150,000 fyrir að mæta, $50,000 í viðbót fyrir sigur
Raquel Pennington: $63,000 fyrir að mæta, $63,000 í viðbót fyrir sigur
Aleskei Oleinik: $75,000 fyrir að mæta, $75,000 í viðbót fyrir sigur
Maurice Greene: $30,000 fyrir að mæta, $30,000 í viðbót fyrir sigur
Anthony Pettis: $155,000 fyrir að mæta, $155,000 í viðbót fyrir sigur
Carlos Diego Ferreira: $50,000 fyrir að mæta, $50,000 í viðbót fyrir sigur 
Roxanne Modafferi: $31,000 fyrir að mæta, $31,000 í viðbót fyrir sigur
Maycee Barber: $29,000 fyrir að mæta, $29,000 í viðbót fyrir sigur
Andre Fili: $55,000 fyrir að mæta, $55,000 í viðbót fyrir sigur
Sodiq Yusuff: $27,000 fyrir að mæta, $27,000 í viðbót fyrir sigur
Tim Elliott: $31,000 fyrir að mæta, $31,000 í viðbót fyrir sigur
Askar Askarov: $10,000 fyrir að mæta, $10,000 í viðbót fyrir sigur
Drew Dober: $55,000 fyrir að mæta, $55,000 í viðbót fyrir sigur
Nasrat Haqparast: $25,000 fyrir að mæta, $25,000 í viðbót fyrir sigur
Aleksa Camur: $10,000 fyrir að mæta, $10,000 í viðbót fyrir sigur
Justin Ledet: $20,000 fyrir að mæta, $20,000 í viðbót fyrir sigur
Brian Kelleher: $23,000 fyrir að mæta, $23,000 í viðbót fyrir sigur
Ode Osbourne: $10,000 fyrir að mæta, $10,000 í viðbót fyrir sigur
Sabina Mazo: $12,000 fyrir að mæta, $12,000 í viðbót fyrir sigur
JJ Aldrich: $30,000 fyrir að mæta, $30,000 í viðbót fyrir sigur

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.