0

Conor McGregor segist vera hættur

Conor McGregor tilkynnti í gærkvöldi á Twitter að hann væri hættur í MMA. Talið var að hann myndi snúa aftur í búrið í sumar en nú virðist hann hafa lagt hanskana á hilluna.

Tilkynningin birtist óvænt í nótt.

Orðrómur um endurkomu Conor í búrið í sumar hefur verið á kreiki undanfarna mánuði. Talið var að Conor myndi mæta Donald Cerrone í júlí en Cerrone var síðan bókaður í bardaga gegn Al Iaquinta.

UFC vildi setja Conor í næststærsta bardaga kvöldsins (e. co-main event) en Conor hafnaði því og vildi einungis vera í aðalbardaga kvöldsins nema hann fengi hlutabréf í UFC.

Conor barðist síðast við Khabib Nurmagomedov í október í fyrra þar sem hann tapaði eftir hengingu í 4. lotu. Eftir bardagann brutust út slagsmál og er Conor nú í 6 mánaða banni fyrir sinn hlut í málinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor segist vera hættur í MMA. Í apríl 2016 tilkynnti hann á Twitter að hann væri hættur í MMA. Tveimur dögum seinna dró hann yfirlýsinguna til baka en þá átti hann í samningaviðræðum við UFC.

Conor var gestur hjá Jimmy Fallon í The Tonight Show í gær þar sem hann talaði ekkert um að hann væri hættur. Þar sagðist hann reyndar vera í viðræðum um bardaga í júlí.

„Við erum að ræða um bardaga í júlí. Við sjáum hvað setur. Það er mikil pólitík í gangi. Bardagaheimurinn er klikkaður en eins og ég hef áður sagt, ég er í formi og er tilbúinn,“ sagði Conor.

Conor sagði einnig að hann þyrfti ekki að berjast fjárhagslega séð enda er hann launahæsti bardagamaður í sögu MMA og gengur honum vel með viskíið hans Proper 12.

Dana White, forseti UFC, sagði í samtali við ESPN að hann taki tilkynningu Conor alvarlega. „Hann getur hætt fjárhagslega séð og viskíið hans er að gera frábæra hluti. Þetta kemur heim og saman. Ef ég væri hann myndi ég hætta líka. Hann er hættur að berjast en er ekki hættur að vinna. Viskíið mun halda honum uppteknum og ég er viss um að hann hafi annað að gera,“ sagði Dana.

„Það hefur verið svo gaman að horfa á hann berjast. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Ég samgleðst honum og hlakka til að sjá hann njóta sömu velgengni utan íþróttarinnar.“

Tíminn mun leiða í ljós hvort hanskarnir muni í alvörunni hanga upp á hillu hjá Conor.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.