Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentDana White: Conor mun aldrei geta barist aftur í New York

Dana White: Conor mun aldrei geta barist aftur í New York

Dana White, forseti UFC, er þessa dagana staddur í Ástralíu þar sem er að kynna næstu UFC viðburði sem eru á dagskrá í Ástralíu. Dana hefur farið í nokkur viðtöl og sagði meðal annars að Conor McGregor muni aldrei geta barist aftur í New York ríki.

UFC mun halda tvo viðburði í Ástralíu á næstu mánuðum; UFC Fight Night 142 í Adelaide í desember og svo UFC 234 í Melbourne í febrúar. Ástralinn Robert Whittaker mun verja millivigtartitil sinn þar gegn Kelvin Gastelum í aðalbardaga kvöldsins.

Dana White var í viðtali á dögunum í þættinum The Project þar sem þáttastjórnendur töldu að rútuárás Conor McGregor hefði verið sviðsett af UFC.

Dana sagði í öðru viðtali eftir á að viðtalið hafi verið kjánalegt. „Að einhver haldi að þetta hafi verið sviðssett er heimskulegt og fáranlegt. Að taka stærstu stjörnu okkar, láta handtaka hann og henda honum úr New York ríki. Hann mun aldrei geta barist aftur í New York ríki en þar var besta miðasala okkar frá upphafi með Conor McGregor upp á 18 milljónir dollara,“ sagði Dana White.

Tekjuhæsta miðasala UFC frá upphafi var á UFC 205 þar sem Conor McGregor mætti Eddie Alvarez í Madison Square Garden. Rútuárás Conor á Khabib í apríl var í Brooklyn í New York og vill Dana White nú meina að vegna árásarinnar muni Conor aldrei geta barist aftur í New York.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular