Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDana White heldur því fram að 6,5 milljón manns hafi keypt áhorf...

Dana White heldur því fram að 6,5 milljón manns hafi keypt áhorf á Conor gegn Floyd

Dana White, forseti UFC, heldur því fram að 6,5 milljón manns hafi keypt sjónvarpsáhorf á boxbardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather um síðustu helgi.

Gríðarlegur áhugi var á bardaganum og var talað um bardaga aldarinnar. Bardaginn hefur staðið undir nafni enda 6,5 milljón manns sem keyptu sér aðgang að bardaganum (Pay Per View) samkvæmt Dana White. Þetta lét Dana hafa eftir sér í gær við Urijah Faber á upptökum á Dana White’s Tuesdays Contender Series.

Um er að ræða Pay Per View (PPV) tölur á heimsvísu en ekki bara í Norður-Ameríku. Ekki er vitað hversu mörg PPV voru seld í Norður-Ameríku enn sem komið er. Metið í Norður-Ameríku áttu þeir Manny Pacquio og Floyd Mayweather (4,6 milljón PPV) er þeir mættust árið 2015. 5,5 milljón PPV voru seld á heimsvísu þá og ljóst að bardagi Floyd og Conor slær þeim bardaga við á heimsvísu.

Ef þessar tölur reynast sannar hjá Dana White væri þetta magnaður árangur og eitt stærsta PPV allra tíma. Ekki er vitað hvort staðfestar tölur fyrir Norður-Ameríku markað verði birtar.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular