Thursday, April 25, 2024
HomeErlentDana White mun ræða við Conor McGregor í Liverpool um helgina

Dana White mun ræða við Conor McGregor í Liverpool um helgina

Dana White, forseti UFC, mun setjast niður og spjalla við Conor McGregor um helgina. Dana og Conor munu ræða framtíða Írans í UFC eftir rútuatvikið fræga.

Conor McGregor hefur ekki barist í UFC síðan í nóvember 2016. Hann hefur síðan þá verið sviptur léttvigtartitli sínum og er lítið vitað um framtíð hans í UFC.

„Við munum setjast niður og ræða um framtíð hans og hvað verði framundan hjá honum,“ sagði Dana White í gær.

Conor McGregor fer fyrir dómara í New York þann 14. júní eftir atvikið þar sem hann kastaði trillu í gegnum rúðu á rútu og slasaði fjölda manns. UFC mun bíða með að bóka hann í næsta bardaga þar til málinu verði lokið.

„Ég hef ekkert að gera með lagaleg málefni hans. Hann þarf að bjarga því sjálfur. Hann þarf að sinna því í júní. Ég mun fljúga til Liverpool um helgina fyrir bardagakvöldið þar og við munum hittast í Liverpool.“

Þeir Michael Chiesa og Ray Borg gátu ekki barist vegna áverka sem þeir urðu fyrir í rútuárásinni og er talið að þeir munu lögsækja Conor.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular