Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentDaniel Cormier: USADA er grín

Daniel Cormier: USADA er grín

Daniel Cormier var vægast sagt ósáttur þegar hann komst að nýjasta lyfjaveseninu á Jon Jones. Daniel Cormier segir að USADA sé grín og átti svo í orðaskiptum við Jon Jones.

UFC 232 fer fram þann 29. desember þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Lyfjapróf sem Jones gekkst undir þann 9. desember sýndi óvenjulegar niðurstöður. Jones fær því ekki að berjast í Las Vegas en getur barist í Kaliforníu en nánar má lesa um málið hér. UFC 232 var því fært frá Las Vegas til Los Angeles með aðeins sex daga fyrirvara.

Daniel Cormier var ekki lengi að sýna viðbrögð á Twitter.

Þá gagnrýndi hann USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC), Jeff Novitzky (yfirmaður heilsu- og lyfjamála UFC) og Andy Foster (forseti íþróttanefndar Kaliforníu sem samþykkti að gefa Jon Jones leyfi til að berjast).

Daniel Cormier var ósáttur með USADA þegar Jon Jones fékk aðeins 15 mánaða bann eftir hans síðasta lyfjamisferli og eru þessi tíðindi ekki að kæta hann mikið.

Þeir Cormier og Jones áttu svo auðvitað í frekari orðaskiptum á samfélagsmiðlum.

Jones sagði á dögunum að hann vildi berjast við Cormier aftur og ætlaði að gefa hluta af tekjum sínum úr bardaganum til góðgerðarmála.

Jon Jones mætir Alexander Gustafsson á UFC 232 á laugardaginn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular