Thursday, March 28, 2024
HomeErlentDarren Till: Kýlum á það

Darren Till: Kýlum á það

Gunnar Nelson sagðist vera til í að berjast við Darren Till á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld. Nú hefur Till svarað og virðist vera til í að berjast við Gunnar.

Eftir að Stephen Thompson samþykkti ekki að berjast við Darren Till tók Bretinn málin í sínar hendur. Hann setti þá á samfélagsmiðla að allir væru hræddir við sig. Gunnar Nelson svaraði honum á Instagram og Twitter og sagðist vera til í slaginn.

Nú hefur Darren Till svarað og sagði hann einfaldlega: „Let’s go“ sem þýða má einfaldlega sem „kýlum á það!“

Miðað við þetta virðist Darren Till vera til í bardaga gegn Gunnari en það er þó langur vegur framundan í að bardaginn verði staðfestur. UFC gæti verið með önnur plön fyrir Till og Gunnar en enn sem komið er lítur þetta nokkuð vel út.

Afar háværir orðrómar hafa verið á kreiki undanfarna daga að UFC ætli sér að heimsækja Liverpool þann 24. febrúar. Darren Till er fæddur og uppalinn í borginni og mun að öllum líkindum vera í aðalbardaga kvöldsins. Till virtist þó vera sama hvort þeir myndu berjast í London eða Liverpool.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular