0

Darren Till sagður hafa stolið leigubíl og rústað hótelherbergi á Tenerife

Darren Till kom sér í vandræði á Kanarí eyjum á dögunum ef marka má ensku blöðin. Till er sagður hafa rústað hótelherbergi og svo flúið á stolnum leigubíl.

Darren Till var handtekinn á Tenerife samkvæmt Daily Mail en Till var handtekinn ásamt fjórum öðrum Bretum.

Samkvæmt frétt Daily Mail var Till og vinum hans hent af hóteli fyrir að brjóta húsgögn og tæma slökkvitæki á hótelinu. Þeir reyndu að komast á annað hótel en var neitað inngöngu þar. Þegar leigubíll sótti þá stólu þeir bílnum á meðan bílstjórinn setti farangur þeirra í skottið. Hópurinn var skömmu síðar handtekinn snemma fimmtudagsmorgun.

Páskafríið hans Till hefur því farið aðeins úr böndunum en Till hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.