0

Dustin Poirier: Conor er með þyngstu hendur sem ég hef fundið fyrir

UFC On Fuel TV: Korean Zombie v Poirier - Weigh InDustin Poirier berst gegn Michael Johnson á laugardaginn. Poirier var í viðtali í UFC Unfiltered hlaðvarpinu á dögunum og kom meðal annars inn á bardaga sinn gegn Conor McGregor.

„Ég er með 33 bardaga að baki, kannski hitti hann svona vel í mig en árangur hans talar sínu máli, hann er meistarinn. En hann er með þyngstu hendur sem ég hef fundið fyrir,“ sagði Dustin Poirier um bardagann gegn Conor McGregor á sínum tíma.

Poirier og McGregor mættust á UFC 178 í september 2014. McGregor kláraði Poirier með tæknilegu rothöggi eftir 1:46 í 1. lotu.

Það reyndist vera síðasti bardaginn hans í bili í fjaðurvigtinni en síðan þá hefur Poirier barist í léttvigt. Þar hefur honum vegnað afar vel og unnið alla fjóra bardaga sína og þar af þrjá með rothöggi.

Bardagi Dustin Poirier og Michael Johnson er aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Hidalgo, Texas, á laugardaginn. Hægt er að hlusta á bút úr viðtalinu hér að neðan en þar kemur hann einnig inn á sinn síðasta bardaga gegn Bobby Green, komandi bardaga gegn Johnson og nýja föðurhlutverkið.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.