Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEfnin í lyfjaprófi Jon Jones hafa verið opinberuð

Efnin í lyfjaprófi Jon Jones hafa verið opinberuð

Jon JonesEfnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones hafa nú verið opinberuð. Um er að ræða tvenns konar estrógen hindrandi lyf.

Jon Jones átti að mæta Daniel Cormier á UFC 200 þann 9. júlí. Seint á miðvikudagskvöldi fyrir bardagann var Jones hins vegar fjarlægður af bardagakvöldinu þar sem hann hafði fallið á lyfjaprófi.

Mál Jon Jones var tekið fyrir í dag af íþróttasambandi Nevada fylkis (NAC) í dag og hann settur í tímabundið bann. Mál hans verður svo formlega tekið fyrir  í september eða október. Í dag var hins vegar greint frá þeim efnum sem fundust í lyfjaprófinu af NAC. USADA opinberar ekki efni sem finnast á lyfjaprófi fyrr en íþróttamaðurinn greinir frá þeim. Þar sem bardaginn átti að fara fram í Nevada fylki mátti NAC greina frá efnunum.

Í lyfjaprófinu sem tekið var þann 16. júní fundust tvö ólögleg efni. Efnin sem um ræðir kallast Hydroxy-clomiphene og letrozole myndefni og eru estrógen hindrandi. Bæði efnin eru á bannlista hjá USADA. Chael Sonnen og Rashad Evans höfðu báðir greint frá því að efnin sem hefðu fundist á lyfjaprófinu væri estrógen hindrar en nú hefur það verið staðfest.

Efnin eru jafnan tekin inn eftir steranotkun á meðan hormónaframleiðslan er að komast í eðlilegt ástand. Við munum þó útskýra efnin nánar síðar með hjálp Vísindamannsins.

Jon Jones segist ekki hafa tekið inn vísvitandi frammistöðubætandi efni. Jones heldur því fram að efnin hafi komið úr fæðubótarefni og grét á blaðamannafundi þar sem hann hélt fram sakleysi sínu. Ekki er hægt að útiloka að efnin hafi verið í fæðubótarefni hjá Jones þó ólíklegt sé.

Jones hefur fengið til liðs við sig lögfræðinginn Howard Jacobs sem er mjög reyndur þegar kemur að því að verja íþróttamenn sem hafa fallið á lyfjaprófum. Jacobs hefur varið menn á borð við Sean Sherk, Alexander Shlemenko og nýlega Tim Means.

Means tókst að áfrýja sínu banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi fyrr á árinu. Means hélt því fram, rétt eins og Jones, að hann hafi innbyrt efnin í fæðubótarefnum og ekki vísvitandi tekið frammistöðubætandi lyf.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular