0

Egill vann Búlgarann og er kominn í úrslit

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Egill Øydvin Hjördísarson er kominn í úrslit á Evrópumótinu í MMA. Egill kláraði Búlgarann með hengingu í 1. lotu.

Egill tókst að klára Búlgarann Tencho Karaenev eftir „D’Arce“ hengingu í 1. lotu. Egill hefndi þar með fyrir sitt eina tap á ferlinum. Tencho vann Egil í fyrra eftir hengingu í 1. lotu og náði Egill að launa honum greiðann í þetta sinn.

Egill er nú kominn í úrslit og mætir annað hvort Paolo Anastasi eða Pawel Zakrzewsk í úrslitum á morgun. Bardaginn var að klárast rétt fyrir miðnætti í Prag og þarf Egill að mæta í vigtun kl 9-11 í fyrramálið.

Þetta er frábær árangur hjá Agli og vonandi nær hann að feta í fótspor Bjarka Þórs og Sunnu og taka gullið heim á morgun.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.