Friday, April 19, 2024
HomeErlentESPN fær sýningarréttinn á UFC

ESPN fær sýningarréttinn á UFC

ESPN hefur tryggt sér sýningarréttinn á UFC í Bandaríkjunum. UFC mun því flytja sig frá FOX yfir á ESPN á næsta ári.

Fyrir nokkrum vikum síðan tilkynnti UFC að nýja streymisþjónustan ESPN+ myndi sýna 15 UFC kvöld á ári. Þá var talið að UFC myndi ná öðrum samningi við sjónvarpsrás á borð við FOX sem myndi einnig sýna UFC kvöld.

Nú hefur UFC náð samningum við ESPN sjónvarpsrásina. 10 bardagakvöld á ári verða sýnd á ESPN sjónvarpsrásinni og svo önnur 20 á ESPN+. Þá verða ennþá 12-14 „pay per view“ kvöld á hverju ári líkt og vaninn er.

Fyrir þennan samning fær UFC 300 milljónir dollara á ári en fyrri samningurinn við FOX gaf UFC 100 milljónir dollara á ári. Þegar nýir eigendur UFC keyptu bardagasamtökin árið 2016 stóðu vonir til að nýr sjónvarpssamningur myndi gefa UFC 400 milljónir dollara á ári.

Nýi samningurinn tekur gildi í janúar og mun UFC áfram vera á FOX út árið. Ekki er vitað hver framtíð Fight Pass verður og hvort bardagaaðdáendur utan Bandaríkjanna muni áfram geta horft á upphitunarbardagana á Fight Pass.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular