Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaFightStar: Jeremy tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu

FightStar: Jeremy tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu

Jeremy Aclipen tapaði bardaga sínum á FightStar nú rétt í þessu. Jeremy var fyrstur á svið af íslensku bardagamönnunum í kvöld og tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Þetta var fyrsti áhugamannabardagi Jeremy en bardaginn fór fram í 68 kg hentivigt. Jeremy tók bardagann á mánudaginn og fékk því ekki mikinn tíma til að undirbúa sig. Jeremy mætti ungum Breta að nafni Callum Haughian (1-1 fyrir bardagann) og var bardaginn spennandi.

Bardaginn byrjaði vel og skiptust þeir á að hitta með lágspörkum í hvorn annan þar til Jeremy náði frábærri fellu. Callum reyndi „guillotine“ hengingu en Jeremy var aldrei í hættu og varðist vel. Callum tókst að standa upp en Jeremy lyfti honum hátt upp og tók hann aftur niður. Jeremy klár sigurvegari í 1. lotu.

Önnur lota var jafnari en þar komst Jeremy aftur ofan í gólfinu eftir að Callum reyndi hengingu. Callum tókst að standa upp og var Jeremy þarna orðinn nokkuð þreyttur. Callum kláraði lotuna sterkt með nokkrum höggum.

Í 3. lotu sást að Jeremy var orðinn verulega þreyttur. Hann reyndi nokkrum sinnum fellu en Callum sá við honum í öll skiptin og hélt bardaganum standandi. Callum fór að raða inn höggunum standandi og gat Jeremy lítið svarað fyrir sig. Eftir háspark og svo annað þungt högg féll Jeremy í gólfið og var bardagann stöðvaður í kjölfarið eftir 1:24 í 3. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular