spot_img
Thursday, July 17, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFiziev sigraði Bahamondes í heimalandinu

Fiziev sigraði Bahamondes í heimalandinu

Heimamaðurinn Rafael Fiziev sigraði Ignacio Bahamondes á dómaraákvörðun á bardagakvöldi UFC í Baku, Azerbaijan.

Rafael Fiziev var með stjórnina á bardaganum alveg frá byrjun. Bahamondes, lengri maðurinn, virtist full viljugur til að stíga inn í fjarlægðina sem hentaði Fiziev betur og græddi lítið á því. Fizev setti margoft saman góðar fléttur og lét Bahamondes finna fyrir því þegar komu saman. Fiziev tókst svo að blanda inn góðum fellum í leik sinn í annarri lotu og það var nokkuð ljóst að Bahamondes þurfti að klára bardagann í þriðju lotu eftir tvær sterkar frá Fiziev.

Bahamondes tókst ekki að finna rothöggið eða uppgjafartakið sem hann hefði þurft en honum tókst að skera Fiziev ágætlega í blálokin með olnobga af bakinu. Bahamondes reyndi nokkur snúningsspörk í þriðju lotunni og eitt af þeim var ekki langt frá því að lenda og hann reyndi að spila jiu jitsu af bakinu en Fiziev hleypti honum á fætur.

Fiziev sagði í sigurræðu sinni að hann og samlandar hans væri sigurvegarar og hann hefði ekki getað tapað fyrir framan fólkið sitt. Sigurinn á Bahamondes eru sterk skilaboð til annarra bardagamanna veltivigtarinnar. Margir höfðu ekki trú á að honum tækist að snúa við þriggja bardaga taphrinu sinni en Bahamondes var talinn sigurstranglegri af veðbönkum fyrirfram.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið