Friday, March 29, 2024
HomeErlentFrumraun Gabi Garcia í MMA fer fram sama kvöld og Fedor berst

Frumraun Gabi Garcia í MMA fer fram sama kvöld og Fedor berst

Sigursælasta glímukona heims, Gabi Garcia, mun berjast sinn fyrsta MMA bardaga á gamlárskvöld í Japan. Sama kvöld snýr Fedor Emelianenko aftur í MMA eftir þriggja ára fjarveru.

Talið er að andstæðingur Garcia sé kínverska júdókonan Tong Wen en hún hlaut gullverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum 2008. Gabi Garcia hefur daðrað við þá hugmynd að keppa í MMA um tíma og virðist nú loksins vera komin með bardaga. Hún er búin að léttast töluvert á síðustu mánuðum og er nú undir 100 kílóum.

gabi garcia
Gabi Garcia hefur lést töluvert.

Garcia mun að öllum líkindum keppa í léttþungavigt (92 kg) kvenna. Eðli málsins samkvæmt eru ekki margir andstæðingar í boði í þeim þyngdarflokkum. Garcia hefur fengið boð um að keppa gegn talsvert minni andstæðingum en hefur hafnað þeim boðum. Hún hefur ekki áhuga á furðubardögum þar sem stærðarmunurinn er mikill. Tong Wen virðist því vera hentugur andstæðingur fyrir Garcia en hún er vel yfir 90 kg að sögn Garcia.

Sjá einnig: Fedor semur ekki við UFC – Berst á gamlárskvöld í Japan

Eins og áður segir mun Fedor Emelianenko berjast á bardagakvöldinu en fyrrum forseti Pride bardagasamtakanna er á bakvið þessi nýju bardagasamtök. Heimildir herma að margir þekktir glímumenn hafi áhuga á að berjast í þessu nýju bardagasamtökum. Reglurnar verða eflaust svipaðar og í Pride þar sem fyrsta lotan er tíu mínútna löng. Það er nokkuð sem hentar glímumönnum vel og hafa ADCC meistarar á borð við Andre Galvao og Orlando Sanchez lýst yfir áhuga á að keppa í samtökunum.

Garcia hefur nú sett alla einbeitingu sína á MMA en er þó ekki hætt að keppa í jiu-jitsu. Hún hefur undanfarið æft hjá Kings MMA undir handleiðslu Rafael Cordeiro. Þar æfa m.a. UFC meistararnir Rafael dos Anjos og Fabricio Werdum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular