Thursday, March 28, 2024
HomeErlentGeorges St. Pierre samþykkir að berjast við Michael Bisping á UFC 217

Georges St. Pierre samþykkir að berjast við Michael Bisping á UFC 217

Georges St. Pierre skrifaði fyrr í kvöld undir samning þess efnis að berjast við Michael Bisping á UFC 217. Bardaginn verður að öllum líkindum aðalbardagi kvöldsins en UFC 217 fer fram í Madison Square Garden þann 4. nóvember.

Það var öllu til tjaldað þegar UFC hélt sitt fyrsta bardagakvöld í Madison Square Garden í fyrra. Þá voru þrír titilbardagar á dagskrá og stóð bardagakvöldið svo sannarlega undir væntingum. Gera má ráð fyrir að UFC 217 verði álika stórt en allt bendir til þess að aðalbardagi kvöldsins verði á milli Georges St. Pierre (GSP) og Michael Bisping miðað við neðangreinda færslu GSP á Twitter.

Nú virðist það bara vera tímaspursmál hvenær bardaginn verður staðfestur af hálfu UFC. Þá er talið að þeir Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw berjist sama kvöld.

Þeir GSP og Bisping munu því berjast um millivigtartitil UFC en Bisping hefur ekkert barist frá því í október í fyrra. Hann hefur glímt við hnémeiðsli síðan þá og gerði UFC því svo kallaðan bráðabirgðartitil á meðan þar sem þeir Yoel Romero og Robert Whittaker mættust. Whittaker sigraði en varð fyrir hnémeiðslum í leiðinni.

Bardaginn er afar umdeildur sérstaklega í ljósi þess að GSP hefur aldrei barist í millivigt. GSP er einn besti bardagamaður allra tíma en hann lagði hanskana á hilluna í lok árs 2013 og hefur ekki barist síðan. GSP ríkti lengi yfir millivigtinni en mun nú berjast í millivigt.

Bardaginn var fyrst tilkynntur í mars á þessu ári og hélt UFC blaðamannafund skömmu síðar. Þá var þó engin dagsetning í kortunum en nokkrum mánuðum síðar tilkynnti Dana White, forseti UFC, að bardaginn væri ekki lengur í áætlun UFC. Talið var að GSP myndi fara aftur í veltivigtina og mæta Tyron Woodley en þau plön voru úr sögunni eftir dapra frammistöðu Tyron Woodley gegn Demian Maia að mati Dana White.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular