0

Glover Teixeira: Gefið mér titilbardaga

Glover Teixeira var að vonum hæst ánægður með sigurinn á Thiago Santos í nótt. Teixeira vill fá titilbardaga eftir frábæran sigur.

Glover Teixeira hefur unnið fimm bardaga í röð í léttþungavigtinni og kláraði Thiago Santos með hengingu í 3. lotu í nótt. Þegar þessi bardagi var upphaflega bókaður átti sigurvegarinn að mæta meistaranum Jan Blachowicz. Um síðustu helgi tilkynnti hins vegar Dana White að millivigtarmeistarinn Israel Adesanya fái næsta titilbardaga í léttþungavigtinni.

„Dana White, ætlaru að gefa Adesanya titilbardaga og láta mig bíða? Fimm sigrar í röð, það er ekki auðvelt að vinna þessa ungu menn! Gefið mér titilbardaga,“ sagði Glover Teixeira í viðtalinu eftir bardagann.

Teixeira er 41 árs gamall og hefur gert nóg til að tryggja sér titilbardaga – nokkuð sem þótti fráleitt fyrir ekki svo löngu.

„Þetta snýst um að leggja hart að sér og aga. Ef þú vilt verða meistari þarftu að lifa eins og meistari og slaka ekki á.“

Thiago vankaði Teixeira strax í 1. lotu og í 3. lotu. Teixeira sýndi mikla hörku og náði að standa af sér þung högg. „Ég hef verið í svona aðstöðu áður. Ég fékk þung högg í mig en náði að jafna mig. Þetta snýst allt um að halda ró og skoða stöðuna.“

„Mér líður vel. Ég er svo ánægður. Ég er með frábært lið á bakvið mig, frábært fólk og frábæra fjölskyldu. Það er magnað, ég dýrka þetta. Ég ætla heim og fá mér extra stóra pizzu. Við getum talað um hvað er næst síðar. Ég held að ég sé áskorandi í titilinn. Við sjáum hvað gerist.“

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.