Thursday, April 18, 2024
HomeErlentGreg Hardy fær samning við UFC eftir rothögg eftir 57 sekúndur

Greg Hardy fær samning við UFC eftir rothögg eftir 57 sekúndur

Það tók Greg Hardy aðeins 57 sekúndur að klára sinn fyrsta atvinnubardaga í gær. Hardy rotaði Austin Lane snemma í fyrstu lotu og fær samning við UFC í kjölfarið.

Greg Hardy er umdeildur maður en hann var fundinn sekur um heimilisofbeldi á meðan hann spilaði í NFL deildinni. Hardy áfrýjaði dómnum en þegar málið var tekið upp aftur neitaði ákærandi að bera vitni og var því málið fellt niður. Ekkert lið í NFL deildinni vildi semja við Hardy og snéri hann sér því að MMA.

Eftir þrjá áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í áskorendaseríu Dana White (Dana White’s Tuesdays Contender Series) í gær. Þar vann hann annan fyrrum NFL leikmann sem var sjálfur búinn með fjóra atvinnubardaga – allt sigra eftir rothögg.

Eftir bardagana í gær fengu þeir Greg Hardy og Alonzo Menifield samning en það er ekki víst að Hardy berjist strax í UFC. Dana White sagði eftir bardagana að hann vilji gefa Hardy reynslu á minni vettvangi áður en hann fær tækifæri í UFC. UFC hefur áður gert slíkt með Cris ‘Cyborg’ Justino, Mackenzie Dern og Alexa Grasso þar sem þau börðust öll utan UFC þrátt fyrir að vera á samningi hjá UFC. Í fullkomnum heimi myndi hann gera það sama fyrir Hardy.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular