0

Guðlaugur Þór berst í Cage Warriors

Guðlaugur Þór Einarsson berst á Cage Warriors 99 í Colchester annað kvöld. Guðlaugur mætir þá Ian Garry í millivigt en bardaginn er hluti af upphitunarbardögum kvöldsins.

Guðlaugur Þór (2-0) mætir Ian Garry (5-1) í áhugamannabardaga á laugardagskvöld. Bardaginn fer fram í millivigt (84 kg) en Guðlaugur er vanur að berjast í 77 kg veltivigt.

Cage Warriors 99 er með þónokkra spennandi bardaga á dagskrá. Fimm bardagar eru á aðalhluta bardagakvöldsins og eru þeir bardagar sýndir á Fight Pass rás UFC. Þar má meðal annars sjá Danann Mads Burnell mæta Lukasz Rajewski í fjaðurvigt en Burnell er efnilegur bardagamaður sem var að mála hjá UFC.

Nokkrir áhugamannabardagar eru á dagskrá hjá Cage Warriors á fyrri hluta bardagakvöldsins og eru þeir bardagar sýndir á Facebook síðu Cage Warriors samkvæmt vefsíðu Cage Warriors. Fyrsti bardagi kvöldsins byrjar kl. 17:00 á íslenskum tíma en ekki er vitað hvenær nákvæmlega Guðlaugur berst.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.