0

Gunnar búinn að ná vigt

Gunnar Nelson er búinn að ná vigt og er því fátt sem kemur í veg fyrir bardagann gegn Leon Edwards á morgun. Gunnar var 170,5 pund á vigtuninni en Leon Edwards var 170 pund slétt.

Alvöru vigtunin fór fram á hóteli bardagamanna í London í dag. Vigtunin stóð yfir frá 9-11 og voru margir bardagamenn að vigta sig inn strax þegar vigtunin hófst.

Gunnar var einn af þeim síðustu til að vigta sig inn en niðurskurðurinn gekk vel. Gunnar var 170,5 pund í vigtuninni eða 77,5 kg. Gunnar berst í 170 punda veltivigt en leyfilegt er að vera einu pundi yfir nema þegar um titilbardaga er að ræða. Leon Edwards var svo 170 pund slétt eða 77,3 kg.

Darren Till og Jorge Masvidal voru báðir 171 pund í vigtuninni en Till þurfti handklæðið til að ná vigt.

 

View this post on Instagram

 

170,5 lb? —– #ufcfightnightlondon #ufc #mjolnirmma #collab #sportvörur #66north

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.