0

Gunnar: Ég tek eitt skref í einu

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson var að vonum ánægður með sigurinn á Albert Tumenov fyrr í kvöld. Gunnar talaði við fjölmiðla fljótlega eftir bardagann og var hinn rólegasti.

„Þetta er risastórt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Gunnar um sigurinn.

„Ég tek þó bara eitt skref í einu eins og ég hef alltaf gert. Núna fer ég aftur að æfa og bíð og sé hvað gerist. Ég vil vinna í nokkrum hlutum sem ég lenti í þarna og halda áfram að læra. Þetta er það sem ég elska við þessa íþrótt, þannig er ég bara.“

Gunnar féll af topp 15 styrkleikalistanum eftir tapið gegn Demian Maia en segist lítið spá í þessum listum. „Ég er ekkert alltof mikið að hugsa um styrkleikalistann en við sjáum hvað setur.“

Gunnar mun væntanlega taka sæti Albert Tumenov í 13. sætinu eða þar um kring. Nýr styrkleikalist ætti að koma út á þriðjudaginn.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply