Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaGunnar fékk frammistöðubónus eftir sigurinn á Tumenov

Gunnar fékk frammistöðubónus eftir sigurinn á Tumenov

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson átti frábæra frammistöðu gegn Albert Tumenov fyrr í kvöld. Bardagasamtökin voru greinilega ánægð með frammistöðuna enda fékk hann góðan bónus fyrir vikið.

Gunnar fékk 50.000 dollara eða 6,1 milljón í bónus. Að auki mun Gunnar fá nokkrar milljónir fyrir bardagann sjálfan samkvæmt samningi hans.

Þegar Gunnar barðist við Demian Maia fékk hann 75.000 dollara eða rúmar níu milljónir króna samkvæmt tölum frá íþróttasambandi Nevada-fylkis. Vanalega fá bardagamenn í UFC eina upphæð fyrir að mæta og er sú upphæð oftast tvöfölduð eftir sigur. Ef Gunnar er með slíkt ákvæði í samningnum væri hann að fá 150.000 dollara fyrir sigurinn og samtals 200.000 með frammistöðubónusinum. Við vitum þó ekki hvernig samningur Gunnars er og eru þetta því einungis ályktanir.

Í Nevada fylki, þar sem Gunnar barðist í desember, er UFC skylt að gefa upp laun bardagamanna en slíkt er ekki skylda t.d. í Evrópu. Því getum við aðeins giskað á laun Gunnars.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular