Gunnar Nelson tilkynnti um það í dag á instagram reikningi sínum að hann neyðist til að draga sig úr bardaganum gegn Neil Magny vegna meiðsla. Bardaginn átti að fara fram 19. júlí í New Orleans, Louisiana í Bandaríkjunum.
Gunnar greindi frá því að meiðslin væri tvíþætt, það væri tognun aftan í læri og þar væri sin í vöðvanum rifin. Hann sagðist vera gjörsamlega ónothæfur í glímunni og það væru átta vikur þangað til hann getur æft aftur af fullum krafti. Gunni segist ekki þurfa á aðgerð að halda svo hann stefnir á geta barist aftur undir lok ársins.
Gunnar átti upphaflega að mæta Neil Magny árið 2018 en þurfti þá einnig að draga sig úr keppni vegna meiðsla.
Hér fyrir neðan má finna tilkynninguna frá Gunnari: