Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson fær Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Skotlandi

Gunnar Nelson fær Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum í Skotlandi

Gunnar Nelson
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson er kominn með sinn næsta bardaga! Gunnar fær Argentínumanninn Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí.

Þetta herma heimildir MMA Frétta en Vísir hefur einnig staðfest þetta. UFC hefur núna staðfest bardagann.

Gunnar Nelson stefnir á þrjá bardaga í ár og fær Gunnar sinn annan bardaga á árinu í júlí. Þá verður hann í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Síðast sáum við Gunnar vinna Alan Jouban með hengingu í 2. lotu í mars.

Andstæðingur hans í Glasgow verður Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio sem er í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni. Ponzinibbio hefur unnið fjóra bardaga í röð og er 6-2 í UFC.

Ponzinibbio er þrælgóður standandi með 13 sigra eftir rothögg en er auk þess svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Af töpunum hans þremur hafa tvö komið eftir rothögg en hann hefur aldrei tapað eftir uppgjafartak.

Gunnar Nelson: Aldrei séð Santiago berjast

Gunnar hefur einu sinni áður verið í aðalbardaganum í UFC. Þá mætti hann Rick Story í Stokkhólmi en mátti sætta sig við tap eftir dómaraákvörðun. Gunnar átti svo auðvitað að mæta Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Þetta verður í annað sinn sem UFC heimsækir Glascow en þá voru þeir Michael Bisping og Thales Leites í aðalbardaga kvöldsins. Gríðarlega góð stemning var meðal áhorfenda í höllinni og má búast við því sama þegar Gunnar stígur á stokk í júlí.

UFC staðfesti í morgun bardaga Joanne Calderwood og Cynthiu Calvillo en sá bardagi verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular