Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaGunnar Nelson: Vona innilega að strákurinn nái sér

Gunnar Nelson: Vona innilega að strákurinn nái sér

Gunnar NelsonGunnar Nelson var í viðtali við fylgirit Viðskiptablaðsins, Eftir vinnu. Í viðtalinu kemur hann m.a. inn á bardagann gegn Thatch og bandaríska drenginn sem nefndur var í höfuðið á honum.

Viðtalið er á persónulegu nótunum en blaðið kom út í morgun.

Í viðtalinu kemur hann inn á bardagann gegn Brandon Thatch og segir hann það hafa komið sér á óvart hversu fljótt allt gerðist þegar hann horfði aftur á bardagann. Þá hafi hann séð hversu hratt hlutirnir gengu fyrir sig eftir að hann náði Thatch í gólfið en í búrinu fannst honum allt ganga svo hægt. „Oft á tíðum gerist allt hrikalega hægt þegar maður er að berjast,“ segir Gunnar.

Gunnar kemur einnig inn á nafna sinn, Gunnar James Kenealy, sem berst við óþekkt veikindi. Bandaríski drengurinn er nefndur í höfuðið á Gunnari.

„Þetta var mjög sterkt atriði tilfinningalega og þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei. Ég vona bara innilega að strákurinn nái sér í gegnum þetta,“ segir Gunnar í viðtalinu.

„Við fáum pósta frá þeim þar sem okkur er sagt hvernig gengur. Manni finnst maður ekki endilega eiga eitthvað svona skilið, þetta er eitthvað svo sterkt atriði. En svona getur ýtt svakalega undir það að maður verði allra besta útgáfan af sjálfum sér. Að maður sé duglegur að vera sannur sjálfum sér og komi heiðarlega fram. Svona getur virkað sem góð hvatning og haft góð áhrif að því leytinu til. En þú þarft auðvitað alltaf að vera þú sjálfur; það er ekki hægt að setja á sig einhverja grímu og leika eitthvað hlutverk. Maður þarf að ganga út frá sinni eigin sannfæringu þegar svona mál eru annars vegar.“

Viðtalið er afar fróðlegt og talar Gunnar m.a. um föðurhlutverkið, peningana og framtíðaráform sín í íþróttinni. Sjá nánar um viðtalið á heimasíðu Viðskiptablaðsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular