spot_img
Thursday, June 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentGunni kominn með næsta bardaga

Gunni kominn með næsta bardaga

Í dag var staðfest að Gunnar Nelson mun mæta hinum þrautseiga Neil “Haitian Sensation” Magny þann 19. júlí í New Orleans. Þetta eru að sjálfsögðu gleðitíðindi fyrir alla MMA-aðdáendur en flestir vildu sjá Gunna stiga aftur inn í búrið sem fyrst eftir flotta en svekkjandi viðureign gegn Kevin Holland. Bardaginn mun fara fram á UFC 318 þar sem Max Holloway og Dustin Poirier mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Gunni hefur oft áður verið orðaður við Magny en aldrei hefur orðið af bardaganum. Magny, eins og Gunni, hefur barist lengi innan UFC og er sem stendur með 22 sigra og 12 töp innan stofnunarinnar.

Það rétta í stöðunni

Gunni barðist auðvitað síðast við Kevin Holland á UFC Fight Night í London eftir tveggja ára fjarveru frá stóra sviðinu. Gunni sýndi flotta takta í bardaganum og munaði í raun litlu að hann hefði unnið bardagann. Þegar við lítum til baka má segja að bardaginn hafi tapast á síðustu 10 sekúndunum í fyrstu lotu, þegar Gunni er sleginn niður í lotu sem hann hefði annars unnið.

Það var ljóst eftir bardagann að ef Gunni ætlaði að halda áfram að berjast yrði það að vera fljótlega eftir viðureignina gegn Holland enda væri hann búinn að losa ryðið af keppnisforminu og þar af leiðandi væri slæmt að taka of langt hlé. Núna hefur næsti bardagi verið staðfestur og getur Gunni því mætt með dágóðan vind í seglunum þann 19. júlí.

Reynslumikill en góður andstæðingur

Neil Magny er 37 ára gamall, hávaxinn og langur veltivigtarmaður. Honum hefur tekist illa að tengja saman sigra í UFC en hann náði síðast almennilegri sigurgöngu árið 2020 þegar hann sigraði Li Jinglang, Anthony Rocco Martin og Robbie Lawler í röð á einu ári. Upp á síðkastið hefur Neil Magny verið að berjast við virkilega efnilega bardagamenn á borð við Ian Garry, Mike Mallot, Michael Morales og Carlos Prates en tókst aðeins að sækja sigurinn gegn Mike Mallot í bardaga sem virtist ætla að enda Mallot í vil en Magny sýndi þá mikla seiglu þegar hann snéri bardaganum við á ögurstundu. Viðureignin gegn Mallot sýndi bæði að Magny er líklega kominn yfir sitt besta tímabil og að hann er ennþá hættulegur og reynslumikill bardagamaður sem slæmt er að vanmeta.

Það eru um tveir mánuðir þangað til Gunni og Magny mætast og hafa sex bardagar verið staðfestir þetta kvöld. Eins og áður sagði verður Holloway og Poirer í aðalbardaganum en búið er að staðfesta Marvin Vettori gegn Brendan Allen líka. Gunni verður á Prelims hluta kvöldsins og má þá lauslega gera ráð fyrir því að Gunni stigi inn í búrið á milli 00:00 – 02:00 um nóttina.

Hér er smá samantekt af Magny þegar hann var upp á sitt besta:

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið