0

Hætt við bardaga Vitor Belfort og Uriah Hall – Hall sendur upp á sjúkrahús

Uriah Hall átti að mæta Vitor Belfort í kvöld á UFC bardagakvöldinu í St. Louis. Bardaginn hefur nú verið felldur niður eftir erfiðleika í niðurskurðinum hjá Hall.

Uriah Hall var kominn í tilsetta þyngd í gær og á leið í vigtun þegar það skyndilega leið yfir hann. Hall var umsvifalaust fluttur upp á sjúkrahús en heimildir herma að hann hafi fengið flogakast.

Paige VanZant, sem berst í kvöld, sagði að atvikið með Hall hafi verið ógnvekjandi.

Hall dvaldi á sjúkrahúsi yfir nótt en ástand hans var stöðugt.

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Belfort en bardaginn í kvöld átti að vera hans síðasti á ferlinum. Óvíst er sem stendur hvort Belfort reyni að fá annan andstæðing síðar á árinu.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply