Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaHaraldur Nelson: Gunnari var ekki boðið að berjast í Singapúr

Haraldur Nelson: Gunnari var ekki boðið að berjast í Singapúr

john kavanagh
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að UFC hafi aldrei boðið Gunnari að berjast við Dong Hyun Kim í Singapúr.

Dong Hyun Kim lét hafa eftir sér í nýlegu viðtali að Gunnar fengi sérmeðferð hjá UFC þar sem hann æfir með Conor McGregor.

„Hann berst alltaf í Evrópu og berst við andstæðingana sem hann vill fá… Ég geri ráð fyrir því að Gunnari hafi verið boðið að berjast á Singapúr kvöldinu, en engu að síður er andstæðingurinn minn Colby,“ sagði Kim m.a. í viðtalinu.

Haraldur gefur ekki mikið fyrir útskýringar Kim. „Það að Gunni berjist oft í Evrópu hefur ekkert með Conor að gera. Þetta snýst um að UFC vill auðvitað hafa sem flestar Evrópustjörnur á Evrópukvöldunum. Það er hins vegar af og frá að Gunnar hafi verið að berjast við þá andstæðinga sem hann hafi ‘viljað fá’ og sá sem heldur slíku fram hefur augljóslega ekki verið að fylgjast vel með. Og varðandi Singapore cardið þá var Gunnari aldrei boðinn sá bardagi,“ segir Haraldur.

Dong Hyun Kim mætir Colby Covington á UFC bardagakvöldinu í Singapúr nú um helgina. Það er sjötti af síðustu níu bardögum Kim sem er í Asíu. „Mig minnir að Kim hafi verið á meirihluta UFC keppna sem haldnar hafa verið í Asíu undanfarin ár og þess utan verið meiddur. Svo eru einfaldlega fleiri bardagakvöld í Evrópu en Asíu.“

Bardagakvöldið á laugardaginn verður það 11. sem UFC heldur í Asíu á undanförnum fimm árum og hefur Kim barist á sex af þeim kvöldum. Kim er vinsæll í heimalandinu, Suður-Kóreu, og því er eðlilegt að UFC setji hann á bardagakvöld þar enda styttra fyrir aðdáendur hans heima fyrir að fara á bardaga hans.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular