Hildur Kristín Loftsdóttir frá Hnefaleikafélagi Hafnafjarðar gerði sér lítið fyrir þegar hún vann tvenn gullverðlaun á Romerike Open um síðastliðna helgi. Hildur mætti hrikalega sterkum andstæðingum á mótinu, þar á meðal Íslandsvininum Didriku Kaursem gerði Kaplakrika ansi súran með sigri gegn Eriku Nótt Einarsdóttur – núverandi Icebox meistara.
Hildur var einn af tveimur keppendum HFH á mótinu en hún flaug út ásamt Alejando Cordova. Hildur keppti í -54 kg. A-flokki og sigraði Anne Line Hogstad í úrslitum. Anne er margfaldur meistari í Muya Thai og er sem stendur á samningi hjá One Championship og situr í öðru sæti á styrkleikalistanum þeirra.
Hildur fór svo upp um flokk og mætti þá Didrika Kaur sem hnefaleikaaðdáendur gætu kannast við eftir Icebox í fyrra. Didrika sigraði þar Eriku Nótt Einarsdóttur sem hreppti loksins Icebox titilinn eftir hörkubardaga gegn Nora Guzlander þessa sömu helgi. Hildur Kristín sigraði bardagann gegn Didriku með einróma dómaraákvörðun og fullt hús stiga eftir mjög tæknilega og flotta frammistöðu.
Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér Anne Line í einum af One Championship bardögunum sínum.