Friday, March 29, 2024
HomeErlentHinn 51 árs Renzo Gracie snýr aftur í búrið í júlí

Hinn 51 árs Renzo Gracie snýr aftur í búrið í júlí

Renzo Gracie ætlar að snúa aftur í búrið í júlí. Renzo mun mæta Yuki Kondo á ONE Championship bardagakvöldi í Filippseyjum.

Hinn 51 árs Renzo Gracie (13-7-1) hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Matt Hughes í apríl 2010 á UFC 112. Bardaginn var einhliða en það reyndist vera fyrsti og sennilega eini UFC bardagi Renzo á ferlinum. Renzo barðist lengst af í Pride í Japan en bardaginn þann 27. júlí fer fram í millivigt.

Yuki Kondo er sjálfur 42 ára en er búinn með 103 MMA bardaga! Hann barðist síðast í desember og hefur verið duglegur að keppa í MMA síðan 1996.

Renzo Gracie er einn af frumkvöðlunum í MMA og rekur einn færasta jiu-jitsu klúbb heims, Renzo Gracie Academy. Hann hefur lengi talað um að vilja berjast aftur í MMA og er nú loks að láta verða að því.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular