0

Hvenær byrjar UFC Fight Night: Shogun vs. Smith?

UFC er með lítið bardagakvöld í Hamburg í Þýskalandi á morgun, sunnudag. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mauricio ‘Shogun’ Rua og Anthony Smith í léttþungavigt.

Bardagarnir eru á góðum tíma hér heima enda fer bardagakvöldið fram á evrópskum tíma. Fyrsti bardaginn hefst kl. 14:30 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl. 18. Aðalhluti bardagakvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þá er hægt að sjá alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 18)

Léttþungavigt: Maurício Rua gegn Anthony Smith
Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Corey Anderson
Millivigt: Vitor Miranda gegn Abu Azaitar
Þungavigt: Marcin Tybura gegn Stefan Struve
Veltivigt: Danny Roberts gegn David Zawada
Léttvigt: Nasrat Haqparast gegn Marc Diakiese

Fox Sports 1 upphitunarbardagar (hefjast kl. 16)

Léttvigt: Nick Hein gegn Damir Hadžović
Veltivigt: Emil Weber Meek gegn Bartosz Fabiński
Fjaðurvigt: Khalid Taha gegn Nad Narimani
Léttþungavigt: Justin Ledet gegn Aleksandar Rakić

UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 14:30)

Bantamvigt: Davey Grant gegn Manny Bermudez
Léttþungavigt: Jeremy Kimball gegn Darko Stošić
Bantamvigt: Damian Stasiak gegn Liu Pingyuan

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.