Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentHvernig spá erlendu miðlarnir bardaga Gunnars?

Hvernig spá erlendu miðlarnir bardaga Gunnars?

UFC 231 Gunnar Nelson
Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson mætir Alex Oliveira í kvöld á UFC 231. Íslendingar eru auðvitað sannfærðir um að Gunnar fari með sigur af hólmi en hverju spá erlendu miðlarnir?

MMA Junkie er einn stærsti MMA vefmiðillinn en þar eru 13 starfsmenn sem giska á bardagana án þess að færa rök fyrir máli sínu. 10 af 13 starfsmönnum miðilsins telja að Oliveira sigri Gunnar og þá eru lesendur miðilsins einnig á því að Oliveira vinni.

MMA Fighting er einnig stór vefmiðill en þar spáir Alexander K. Lee í bardaga kvöldins. Hann telur að Oliveira vinni þar sem Gunnar hefur verið of lengi frá búrinu og það sé of erfitt að koma til baka gegn svona aggressívum andstæðingi eins og Oliveira er.

Aðeins 4 af 11 pennum Bloody Elbow telja að Gunnar muni vinna. Þar telja menn að Gunnar sé betri í gólfinu en bardaginn byrji standandi og þar sé Oliveira betri.

Sherdog segir að mjög erfitt sé að rýna í bardagann og erfitt sé að lesa í báða bardagamenn. Sigrarnir hjá Gunnari séu ekkert svo flottir þegar litið er til baka enda hafa Brandon Thatch og Alan Jouban ekki gert mikið í UFC. Enn sé mörgum spurningum ósvarað þegar kemur að Gunnari. Sherdog segir að Oliveira geti notað löngu hendur sínar og rotað Gunnar. Bardagi Oliveira gegn Carlos Condit hafi hins vegar sýnt ákveðið varnarleysi í gólfinu hjá brasilíska kúrekanum sem Gunnar geti nýtt sér. Bardaginn sé frábær, mjög áhugaverður og erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast en Gunnar muni klára Oliveira með uppgjafartaki í 1. lotu.

MMA Mania segir að báðir bardagamenn séu lélegir varnarlega og að Gunnar hafi á sínum tíma verið stórlega ofmetinn. Miðillinn telur samt að Gunnar sigri í kvöld með uppgjafartaki.

Hjá Bleacher Report eru fjórir blaðamenn sem gefa sína spá. Þar eru skiptar skoðanir og telja tveir af þeim að Gunnar vinni en tveir af þeim að Oliveira vinni. Þeir sem spá Oliveira sigri telja að Oliveira nái Gunnari með tæknilegu rothöggi í 2. lotu eða vinni eftir dómaraákvörðun þar sem Oliveira hafi barist mun meira undanfarin ár.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular